top of page

Þjónustan

Þjónusta NOVO Legal er skýrt afmörkuð og skiptist í þrjá hluta.

1.
Áskrift
að lögfræðiþjónustu.

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum áskrift að lögfræðiþjónustu, þannig að fyrirtæki og stofnanir geti haft sinn eigin lögfræðing innanhúss án þess að þurfa að ráða í fullt starf eða til langs tíma í senn.

Fyrirtækið/stofnunin ræður starfshlutfallinu frá mánuði til mánaðar og greiðir fast mánaðargjald fyrir.

Um er að ræða sveigjanlegan kost fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja prófa eða þurfa að hafa lögfræðing í sínum röðum, til lengri eða skemmri tíma.

2.
Lögfræðileg úttekt; hagræðing, 
áhættugreining og
úrbætur.

Við önnumst fyrirbyggjandi úttekt á lögfræðilegum þáttum í starfsemi fyrirtækja og stofnana (eins konar fyrirbyggjandi áreiðanleikakönnun); við greinum tækifæri til hagræðingar við öflun og framkvæmd lögfræðilegrar vinnu og metum lögfræðilega áhættu í starfseminni. Við framkvæmum líka nauðsynlegar úrbætur sem byggjast á niðurstöðum úttektarinnar og greiningarinnar.

Stór kostur við fyrirbyggjandi úttekt er að hana er hægt að vinna á þeim tíma og hraða sem hentar fyrirtækinu/stofnuninni, stjórnendum og öðru starfsfólki, sem er ekki raunin þegar úttekt (áreiðanleikakönnun) er unnin í tengslum við ákveðna sölu eða fjármögnun. Fyrirbyggjandi úttekt er þannig mjög til þess fallin að draga úr pressu og mögulegum neikvæðum áhrifum á reksturinn, stjórnendur og annað starfsfólk.

Fyrirtækið/stofnunin greiðir fast gjald fyrir vinnuna okkar, sem unnin er í nánu samstarfi við fyrirtækið/stofnunina og á þeim hraða og tíma sem hentar fyrirtækinu/stofnuninni, stjórnendum og öðru starfsfólki þess/hennar.

3.
Aðstoð við kaup
á lögfræðiþjónustu
frá þriðja aðila.

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við kaup á lögfræðiþjónustu frá þriðja aðila, hvort sem er á Íslandi eða erlendis; við aðstoðum fyrirtækið/stofnunina við að skilgreina og umfangsmeta lögfræðileg verkefni, bjóðum út og leitum tilboða í verkefni, berum saman og metum tilboðin sem berast í verkefni, aðstoðum við samningsgerð vegna verkefnis og fylgjumst með að verkefni sé unnið í samræmi við gerða samninga.

Fyrirtækið/stofnunin greiðir fast gjald fyrir aðstoð okkar. 

bottom of page