top of page
Um NOVO Legal
NÝ NÁLGUN Á LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTU
NOVO Legal var stofnað í lok ársins 2024 af Jóhannesi Eiríkssyni, sem hefur áralanga reynslu af lögfræði- og stjórnunartengdum störfum, einkum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Eiríkur Tómasson, fyrrum hæstaréttardómari, starfar jafnframt sem ráðgjafi NOVO Legal og miðlar þannig áratugareynslu sinni af lögfræði- og stjórnunartengdum störfum.
Markmið NOVO Legal er að gera hlutina öðruvísi og bjóða fyrirtækjum og stofnunum nýstárlega og rekstrarmiðaða lögfræðiþjónustu. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi lögfræðilegar aðgerðir og fyrirsjáanleika í kostnaði, sem ætlað er að bæta rekstur, draga úr áhættu og auka virði fyrirtækja og stofnana.
Jóhannes og Eiríkur hafa unnið náið með og fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana í gegnum tíðina og með því öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu á því sem skiptir fyrirtæki og stofnanir raunverulegu máli - og ekki síst hvernig lögfræðiþjónusta getur og á að styðja við og styrkja rekstur og starfsemi fyrirtækja og stofnana.
Nú vilja Jóhannes og Eiríkur nýta reynslu sína og þekkingu til að stuðla að nýsköpun á lögfræðiþjónustumarkaðnum og með því styrkja innviði og rekstur fyrirtækja og stofnana í samfélaginu.
Þjónustuframboð NOVO Legal ræðst af þessu og byggist á áralangri reynslu og þekkingu Jóhannesar og Eiríks á sviði lögfræðilegra málefna og rekstri fyrirtækja.
bottom of page