top of page
Abstract Surface

Við nálgumst lögfræðiþjónustu á nýstárlegan hátt.

Við veitum fyrirtækjum og stofnunum

faglega og rekstrarmiðaða lögfræðiþjónustu með nýjar áherslur og nýjar lausnir í fararbroddi. 

Helsta kappsmál okkar er að þjónustan bæti rekstur, dragi úr áhættu og auki virði fyrirtækja og stofnana.

 

Við bjóðum fast verð í alla okkar þjónustu og þar með aukinn fyrirsjáanleika - engin tikkandi tímagjöld og engir óvæntir bakreikningar! 

Hafa lögfræðilegu málefnin setið á hakanum?

Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að koma hlutunum í rétt horf.

​NÝ NÁLGUN.

Við gerum hlutina öðruvísi.

Afmarkaður fókus.

Lausnamiðað viðhorf.

Virðisaukandi nálgun.

Fast verð í alla þjónustu. 

Engin tikkandi tímagjöld.

Þjónustan okkar er skýrt afmörkuð:

Við veitum  framúrskarandi þjónustu á virðisaukandi hátt.

01

Áskrift að lögfræðiþjónustu.

02

Lögfræðileg úttekt; hagræðing, áhættugreining og úrbætur.

03

Aðstoð við kaup á lögfræðiþjónustu.

Vantar
lögfræðing innanhúss, en ekki í fullt starf eða til langs tíma?

01

Áskrift að lögfræðiþjónustu.

Mörg fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir því vandamáli að þurfa lögfræðing innanhúss, en á sama tíma er umfang verkefna ekki þannig að það réttlæti ráðningu í fullt starf eða til langs tíma. 

Þá er dýrt fyrir fyrirtækið/stofnunina að leita til lögfræðings utanhúss í hvert og eitt skipti, lítil eða engin nauðsynleg forvirk og samræmd lögfræðileg vinna á sér stað innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og lítil eða engin lögfræðileg þekking byggist upp hjá fyrirtækinu/stofnuninni.

NOVO Legal býður fyrirtækjum og stofnunum lausn á þessu vandamáli.

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum mánaðarlega áskrift að lögfræðiþjónustu. Fyrirtækið/stofnunin fær þannig sinn eigin lögfræðing innanhúss, en velur sjálft/sjálf hvaða starfshlutfall hentar í hverjum mánuði og greiðir fast verð fyrir. 

Image by Sergey Pesterev

NOVO Legal dregur úr áhættu og eykur virði fyrirtækja og stofnana.

Eitt meginmarkmiðið með vinnu okkar er að freista þess að draga úr áhættu fyrirtækja og stofnana, auka virði þeirra og spara tíma og kostnað til lengri tíma. 

Við eigum í góðu og nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir og sinnum allri þjónustu alfarið á þeim tíma og hraða sem hentar fyrirtækinu/stofnuninni, stjórnendum og starfsfólki þess/hennar.

 

Kostnaður fyrirtækisins/stofnunarinnar er algjörlega fyrirsjáanlegur þar sem við bjóðum fast verð í alla okkar þjónustu; hvort sem er áskrift að lögfræðiþjónustu, aðstoð við kaup á lögfræðiþjónustu eða lögfræðileg úttekt; hagræðing, áhættugreining og úrbætur.

 

Við bjóðum engin tikkandi tímagjöld og enga óvænta bakreikninga!

Er fyrirtækið/stofnunin upplýst um lögfræðilegar áhættur í starfseminni? 

Er fyrirtækið vænlegur kostur til fjárfestingar, fjármögnunar og/eða sölu?

02

Lögfræðileg úttekt; hagræðing, áhættugreining og úrbætur.

Láttu NOVO Legal taka út lögfræðilegu þættina í starfsemi fyrirtækisins eða stofnunarinnar, koma auga á tækifæri til hagræðingar við vinnu og framkvæmd lögfræðilegra verkefna, greina lögfræðilega áhættu í starfseminni og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.

Með því styrkir fyrirtækið/stofnunin innviði sína, stuðlar að hagkvæmari og skilvirkari rekstri, greiðir götuna fyrir fjárfestingu í fyrirtækjum og eykur möguleika á annarri hagstæðari fjármögnun sem og sölu fyrirtækja á hærra verði.

Kostnaður fyrirtækisins/stofnunarinnar við úttektina er fyrirsjáanlegur þar sem við bjóðum fast verð í alla okkar þjónustu.

Image by Daniil Silantev

NOVO Legal einblínir á virðisaukandi þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Við viljum fyrst og fremst að fyrirtæki og stofnanir sjái virði í þeirri þjónustu sem við veitum. 

Við teljum að þjónustuþættirnir okkar þrír séu mjög vel til þess fallnir að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri fyrirtækja og stofnana.

 

Þá trúum við því að þjónustan okkar sé til þess fallin að treysta nauðsynlega innviði sem greiða götu frekari uppbyggingar og vaxtar starfseminnar. 

Kaupir fyrirtækið/stofnunin viðeigandi lögfræðiþjónustu á eðlilegu verði?

03

Aðstoð við kaup á lögfræðiþjónustu frá þriðja aðila.

Fáðu NOVO Legal í lið með þér við kaup á lögfræðiþjónustu frá þriðja aðila. 

Við höfum áratugareynslu af kaupum og sölu á lögfræðiþjónustu - og viljum núna deila þeirri reynslu með fyrirtækjum og stofnunum, í því skyni að fyrirtæki og stofnanir kaupi viðeigandi þjónustu, þ.e. þá lögfræðiþjónustu sem þau þurfa í raun og veru, og greiði fyrir þjónustuna sanngjarnt og eðlilegt verð. 

bottom of page