top of page

Áskrift að lögfræðiþjónustu

Hvers vegna ættu fyrirtæki eða stofnanir að kaupa áskrift að lögfræðiþjónustu?

Lögfræðiþjónusta er flestum nauðsynleg

Öll fyrirtæki þurfa á einhvers konar lögfræðiþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti.

Umfangið réttlætir ekki fullt stöðugildi

Mörg fyrirtæki telja ekki réttlætanlegt að hafa lögfræðing í fullu starfi, en þurfa samt á (viðvarandi) lögfræðiþjónustu að halda.

Sveigjanleiki og fyrirsjáanleiki er mun meiri

Umfang lögfræðilegra verkefna getur verið mismikið og sveiflast á milli mánaða. 

Fyrirsjáanleiki kostnaðar og sveigjanleiki eykst til muna í áskrift.

Kostnaður lækkar, yfirsýn eykst og þekking byggist upp innanhúss

Það getur verið dýrt fyrir fyrirtæki að kaupa lögfræðiþjónustu í einstök skipti; lítil sem engin forvirk og nauðsynleg lögfræðileg vinna á sér stað og lítil sem engin þekking og yfirsýn byggist upp innanhúss, áhætta getur verið viðvarandi og kostnaðarverð miklum mun hærri.

Veiti lögfræðingur virka ráðgjöf í starfseminni, hvort sem um ræðir við stefnumótun, þróun, daglegan rekstur eða annað, aukast líkur á að dregið sé úr áhættu og kostnaði til lengri tíma, rekstur verði betri og virði aukið. 

HVAÐA LAUSN BÝÐUR NOVO LEGAL?

NOVO Legal býður fyrirtækjum og stofnunum að kaupa lögfræðiþjónustu í áskrift.

Fyrirtækið/stofnunin ákveður starfshlutfall lögfræðingsins í 3, 6 eða 12 mánuði og greiðir fast verð fyrir þjónustuna samkvæmt verðskrá NOVO Legal.

Áskriftin þýðir að fyrirtækið eða stofnunin hefur lögfræðing í starfsliði sínu sem getur tekið virkan þátt í öllum lögfræðilegum málefnum fyrirtækisins/stofnunarinnar, líkt og um innanhússlögfræðing sé að ræða.

Abstract Surface

Áskrift að lögfræðiþjónustu getur verið skynsamleg og virðisaukandi lausn fyrir fyrirtækið eða stofnunina.

Hvað kostar áskriftin?

Verð áskriftarinnar ræðst af tveimur þáttum:

  1. Starfshlutfalli lögfræðingsins hjá fyrirtækinu eða stofnuninni. Hærra starfshlutfall leiðir til hlutfallslega lægra verðs fyrir þjónustuna.

  2. Binditíma áskriftarsamningsins á milli fyrirtækisins/stofnunarinnar og NOVO Legal. Lengri binditími leiðir til lægra verðs fyrir þjónustuna. 

Við reynum að sjálfsögðu að koma til móts við allar óskir fyrirtækja og stofnana um starfshlutfall og binditíma, en framboð þjónustunnar mun óhjákvæmlega þurfa að taka mið af eftirspurn. 

bottom of page