top of page

Aðstoð við kaup á lögfræðiþjónustu

Hvers vegna ættu fyrirtæki og stofnanir að
​fá aðstoð við kaup á lögfræðiþjónustu?

Skilvirkari leið
til að fá viðeigandi þjónustu á eðlilegu verði

Mörg fyrirtæki og stofnanir eru ekki meðvituð um hvernig sé best að afla sér lögfræðiþjónustu, hvort sem er á Íslandi eða erlendis.

Þetta getur haft þær afleiðingar að fyrirtæki og stofnanir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa, eða greiða óþarflega mikið fyrir þjónustuna þar sem verkefni eru lítið eða illa skilgreind og/eða ekki samið um verð fyrirfram.

Verkefni verða betur skilgreind og afmörkuð

Oft skilgreina fyrirtæki og stofnanir lögfræðileg verkefni ekki nógu vel. 

Þetta getur leitt til þess að fyrirtæki og stofnanir fá ekki þá þjónustu eða afurð sem þau bjuggust við og enda á að borga miklum mun meira en nauðsynlegt var eða þau reiknuðu með í upphafi.

Meira gagnsæi og betri samanburður

Fyrirtæki og stofnanir leita oft ekki tilboða frá fleiri en einum þjónustuveitanda - og þrátt fyrir að fyrirtæki og stofnanir leiti tilboða getur reynst þeim erfitt að bera tilboðin saman vegna skorts á lögfræðiþekkingu og/eða ólíkra eiginleika tilboðanna.

Raunin er þá oft sú að fyrirtæki og stofnanir fá óþarfa þjónustu og/eða greiða óþarflega mi
kið fyrir þjónustuna.

Nauðsynleg endurskoðun núverandi fyrirkomulags

Sú staða getur verið fyrir hendi að fyrirtæki eða stofnun hefur stuðst við tiltekið fyrirkomulag við öflun lögfræðiþjónustu um árabil.

Eðlilegt er að slíkt fyrirkomulag sé reglulega tekið til endurskoðunar, enda kunna aðrir kostir að standa til boða sem falla betur að hagsmunum fyrirtækja og stofnana, bæði hvað varðar viðeigandi lögfræðiþjónustu og eðlilegt verð.

Meiri fyrirsjáanleiki, lægri kostnaður og aukið virði

Markvissari nálgun gagnvart kaupum á lögfræðiþjónustu, betur skilgreind verkefni, öflun tilboða frá mismunandi þjónustuveitendum og raunhæfur samanburður þjónustunnar, hvort sem varðar umfang, gæði eða verð, eru til þess fallin að auka fyrirsjáanleika kostnaðar og  auka virði þjónustunnar fyrir reksturinn. 

Það að lögfræðingur semji við lögfræðing um umfang, gæði og verð lögfræðiþjónustu eykur verulega líkurnar á því að viðeigandi lögfræðiþjónusta fáist á eðlilegu verði.

bottom of page