Jóhannes Eiríksson
Stofnandi / Eigandi / Framkvæmdastjóri
Jóhannes er lögfræðingur að mennt með margvíslega 15 ára reynslu af innlendum og alþjóðlegum lögfræði- og stjórnunarstörfum, einkum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar að auki er Jóhannes héraðsdómslögmaður og hefur lokið MCL gráðu (Master of Corporate Law) frá Háskólanum í Cambridge, Englandi, með áherslu á félagarétt, fjármögnun og stjórnarhætti fyrirtækja.
Helstu sérsvið Jóhannesar eru kaup og sölur fyrirtækja (framkvæmd áreiðanleikakannana, kaupsamningsgerð, önnur skjalagerð, fjármögnun og ráðgjöf), félagaréttur, fjármunaréttur, samningaréttur, upplýsingatækniréttur, stjórnsýsluréttur, hugverkaréttur, persónuverndarréttur og lögskýringafræði.
Í störfum sínum hefur Jóhannes aðstoðað fjölda fyrirtækja og stofnana, allt frá innlendum sprotafyrirtækjum til alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana.
Jóhannes hefur brennandi áhuga á lögfræði, fjármálum, rekstri, nýsköpun, upplýsingatækni og samfélagslega mikilvægum málefnum og umbótum, einkum stafrænni innleiðingu, meiri skilvirkni og auknum lífsgæðum fólks.
Menntun
-
2013 Master of Corporate Law (MCL)
Háskólinn í Cambridge, Englandi
-
2008 Héraðsdómslögmaður
-
2008 Magister Juris
Háskóli Íslands
-
2006 BA-próf í lögfræði
Háskóli Íslands
-
2003 Stúdentspróf
Verzlunarskóli Íslands
Starfsreynsla
-
2024- NOVO Legal slf.
Stofnandi / Eigandi / Framkvæmdastjóri / Lögmaður
-
2022-2023 Two Birds ehf. (Aurbjörg)
Framkvæmdastjóri
-
2021-2022 InfoCapital ehf.
Yfirlögfræðingur
-
2017-2021 Creditinfo Group
Yfirlögfræðingur samstæðu
-
2013-2017 LEX ehf.
Lögmaður / Sérfræðingur
-
2008-2012 Mörkin lögmannsstofa hf.
Lögmaður / Fulltrúi
Félagsstörf
-
2011-2014 Stjórn Lögfræðingafélags Íslands
-
2008-2013 Stjórnarformaður Bókaútgáfunnar Codex
-
2005-2008 Framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Codex
-
2007-2008 Forseti Lögbergsdóms
-
2007-2012 Ritnefnd rits um sögu lagadeildar Háskóla Íslands
-
2005-2008 Stjórn Fræðasjóðs Úlfljóts
-
2004-2008 Framkvæmdastjóri Úlfljóts
Viðurkenningar
-
2012 Chevening styrkhafi Íslands
-
2007 Viðurkenning lagadeildar Háskóla Íslands fyrir góð og vel unnin störf í þágu lagadeildar og nemenda hennar