Fyrirbyggjandi áreiðanleikakannanir
Fyrirtæki þurfa að hugsa til framtíðar!
Er fyrirtækið þitt undirbúið fyrir fjárfestingu, fjármögnun eða sölu?
Við framkvæmum fyrirbyggjandi áreiðanleikakannanir á lögfræðilegum þáttum í starfsemi fyrirtækja; greinum skipulag og tækifæri til hagræðingar, metum lögfræðilega áhættu og önnumst nauðsynlegar úrbætur.
Ólíkt því sem á við um hefðbundnar áreiðanleikakannanir, sem unnar er í tengslum við tiltekna fjárfestingu, fjármögnun eða sölu, þá eru fyrirbyggjandi áreiðanleikakannanir unnar á þeim hraða sem hentar fyrirtækjum og starfsfólki þeirra. Fyrirbyggjandi áreiðanleikakannanir treysta þannig ekki einungis stoðir og innviði fyrirtækja og gera þau betur undirbúin fyrir fjárfestingu, fjármögnun og sölu, heldur draga þær einnig úr óæskilegum og neikvæðum áhrifum hefðbundinna áreiðanleikakannana á rekstur og starfsfólk fyrirtækja.
Við hvetjum fyrirtæki eindregið til að hugsa til framtíðar; fjárfesting í fyrirbyggjandi áreiðanleikakönnun í dag, sem felur í sér mikilvæga skoðun á innri og ytri málefnum fyrirtækis, er líkleg til þess að auka virði fyrirtækisins og möguleika þess á fjárfestingu, fjármögnun eða sölu.
Ferli fyrirbyggjandi áreiðanleikakönnunar er einfalt:
01
Fyrirtækið sendir okkur fyrirspurn á novolegal@novolegal.is eða slær á þráðinn, númerið er 777-1528.
02
Við hittum fulltrúa fyrirtækisins innan nokkurra daga og förum nánar yfir þjónustuna og ferlið.
03
Við gerum fyrirtækinu fast verðtilboð í áreiðanleikakönnunina strax í kjölfar fundarins.
04
Áður en vinna við könnunina hefst er gengið frá þjónustusamningi við fyrirtækið.
05
Áreiðanleikakönnunin hefst í kjölfar undirritunar þjónustusamningsins með afhendingu gagna- og spurningalista og opnun rafræns gagnaherbergis.
Ætla má að könnunin taki almennt 1-3 mánuði, en fyrirtækið velur þann hraða sem því hentar.
06
Á meðan könnuninni stendur sendum við frekari spurningar og tökum viðtöl við stjórnendur, eftir því sem þörf krefur.
07
Að könnuninni lokinni skilum við drögum að niðurstöðuskýrslu til fyrirtækisins og hittum fulltrúa fyrirtækisins til yfirferðar.
08
Eftir samtöl við fulltrúa fyrirtæksins um drögin skilum við fyrirtækinu endanlegri niðurstöðuskýrslu, þar sem dregnar eru fram helstu lögfræðilegu áhætturnar og tillögur að úrbótum.
09
Fyrirtækið ræðst í nauðsynlegar/æskilegar úrbætur, eftir atvikum með aðstoð okkar.